Laugardalurinn á föstudag

Það er spáð sól og flottu veðri á föstudagskvöld og einnig er spáð stórskemmtilegum fótboltaleik þegar Þróttur og Leiknir mætast í 6. umferð Inkasso-deildarinnar.

Leikurinn verður á Eimskipsvellinum, vinsælasta fótboltavelli landsins, og hefst hann klukkan 19:15.

Þróttarar bjóða upp á gríðarlega huggulegt veitingatjald við völlinn og eru allir velkomnir þangað að hita upp. Um að gera að mæta tímanlega!

Leiknir er í fjórða sæti með 9 stig en Þróttur í níunda sæti með 4 stig.

Liðin hafa mæst 20 sinnum í 1. deild karla. Leiknir hefur unnið 10 leiki, Þróttur 6 og 4 leikir hafa endað með jafntefli.

Leiknir vann báða leikina gegn Þrótti í fyrra. Sævar Atli skoraði bæði mörkin í 2-0 útisigri. Sólon skoraði bæði mörk okkar í 2-1 heimasigri.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*