Leikið gegn Val á föstudag

Síðasti leikur Leiknis í riðlakeppni Reykjavíkurmótsins verður á föstudagskvöld, 24. janúar. Þar verður leikið gegn Val, einu öflugasta liði landsins.

Flautað verður til leiks 19:00 í Egilshöll.

Valur er á toppi riðilsins með sex stig, Leiknir er í öðru sæti með fjögur stig. Þar á eftir koma Víkingur (eitt stig) og Fram (núll stig) sem mætast strax eftir leikinn okkar.

Tvö efstu liðin í riðlinum komast í undanúrslit og það ræðst allt saman í Egilshöll á föstudagskvöld. Sjáumst þar!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*