Leikmannakynning og árskort 2020

Leikmannakynning Leiknis 2020 verður með breyttu sniði þetta árið. Hún verður 12.júni eftir fyrsta leik sumarsins, bikarleikinn á móti KV eða Kára. Leikurinn er klukkan 19:15 og verður Ljónabarinn opinn frá 18:00. Leikmenn meistaraflokks fyrir keppnistímabilið í 1.deildinni verða kynntir. Sigurður Heiðar Höskuldsson og Hlynur helgi Arngrímsson þjálfarar Leiknis munu ávarpa hópinn og jafnvel svara einhverjum spurningum úr sal. Það verða aðsjálfsögðu frábær tilboð á Ljónabarnum,

Árskortin fyrir sumarið 2020 eru komin í hús. Hægt verður að nálgast kortin á Leikmannkynningunni, það er enn þá hægt að panta árskort með því að senda póst á leiknir@leiknir.com með nafni og fjölda korta. Þetta árið eru tvenn árskort í boði, árskort Leiknis (11.000 kr.) sem gildir á alla heimaleiki Leiknis í sumar og svo Gullkort (22.000 kr.) sem gildir á sömu leiki en það fylgja tveir kaldir með á hverjum leik.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*