Leiknir – Breiðablik á morgun

Leiknismenn mæta Breiðablik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun klukkan 16:00 á Leiknisvelli.

Þetta er í þriðja skiptið sem Leiknismenn mæta Blikum í Bikarkeppni Ksí. Sagan er ekki með Leiknismönnum en Blikar af unnið þess tvo leiki 4-0 og 8-0. Langt er þó liðið frá þessum fyrri viðureignum.

Blikar hófu tímabilið sitt í Pepsi-deildinni um helgina þegar þeir mættu ÍBV í Kópavoginum Blikar fara vel úr startholunum en þeir unnu leikin 4-1. Vegna þáttöku sinnar í Pepsi-deildinni er þetta fyrsta leikur Breiðabliks í Mjólkurbikarnum í ár.

Leiknismenn unnu KH í fyrsta leik sínum í Mjólkurbikarnum 3-2 þar sem Aron Fuego, Sólon Breki og Sævar Atli skoruðu fyrstu mörk leiknis.

Við vonum að Leiknisfólk sjái sér fært um að taka sér frí frá verkalýðsbaráttunni á morgun og mæta á Leiknisvöllinn á morgun.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*