Leiknir – Fram

Leiknismenn mæta Frömurum í 3.umferð Inkasso-deildarinnar á Leiknisvelli á sunnudagin.

Eftir tvær fyrstu umferðinnar sitja Leiknismenn í 9.sæti deildinnar með eitt stig þremur stigum á eftir Frömurum sem eru í 4.sæti deildarinnar.

Fram hafa verið vel af stað og unnu útisigur á HK í fyrstu umferð 2-1. Í seinustu umferð gerðu þeir síðan jafntefli við Hauka en Framar höfðu lent tveimur mörkum undir í leiknum en komu til baka og jönuðu 2-2.

Seinasti leikur Framara var gegn ÍA í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins og töpuðu þeir þá niður tveggja marka forskoti á seinust mínútum leiksins.

Leiknismenn koma með sterkan Bikarsigur á Þrótti á bakinu inn í leikin en sá leikur vannst 2-1 með sigurmarki frá Kolbeini Kárasyni undir lok leiks.

Báðir leikir liðana í Inkasso-deildinni í fyrra enduðu 2-1 og skiptu liðin með sér sigrunum. Framarar enduðu í 6.sæti deildarinnar í fyrra einu stigi á undan Leiknismönnum sem voru í 7.sæti deildarinnar.

Leiknismönnum þyrstir í sinn fyrsta sigur í deildinni og við hvetjum alla til að koma á Leiknisvöll klukkan 16:00 á sunnudaginn og hvetja okkar menn áfram.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*