Leiknir-Fram

Eftir sneypuför á suðurnesin í seinustu umferð mæta Leiknismenn aftur á Leiknisvöll og taka á móti Frömurum.

Framarar sigla lignan sjó sem stendur en þeir eru sæti fyrir ofan Leiknismenn en þó fjórum stigum á undan okkar mönnum. Fram-liðið er vel skipulegt og með háloftafulginn Guðmund Magnússon í toppformi en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með ellefu mörk. Framarar gerðu illa að ráði sínu í seinustu umferð þegar þeir misstu niður sigur í jafntefli í uppbótarartíma gegn Þrótti.

Leiknismenn þurfa að vera mun frjórri á seinasta þriðjung ætli þeir að brjóta niður vörn Framarar en Frömurum  er það að skapi að liggja niðri og beita skyndisóknum. Það yrði því ekki góðs viti fyrir Leiknismenn að lenda undir í Leiknum. Eitthvað vatn hefur þó runnið til sjávar frá því í seinustu umferð en Óli Hrannar er snúinn aftur úr Laugardalnum og gæti hann gefið Leiknismönnum aukin kraft í teignum.

Okkar menn töpuðu 1-0 gegn Njarðvík í seinasta leik en áttu þá Leiknismenn í basli með að komast inn fyrir vörn Njarðvíkinga. Búast má kraftmiklum Leiknismönnum í kvöld fullum af eldmóð og skapandi hugsun. Við bjóðum alla velkomna á leikin í kvöld klukkan 19:15, borgarar á grillinu og ætlar Helgi Óttarr Hafsteinsson að sýna knattþrautir í hálfleik sér og öðrum til skemmtunar.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*