Leiknir – Fram | Miðasala á föstudag

Klukkan 16:00 á sunnudaginn 6. september mætast Leiknir og Fram í stórleik í Lengjudeildinni á Domusnova-vellinum.

Samkomutakmarkanir gera að verkum að aðeins 100 áhorfendur verða leyfðir á leiknum! (Fyrir utan krakka sem eru fæddir 2005 eða síðar, þeir telja ekki inn í þann hóp)

Ákveðið hefur verið að miðasala á leikinn fari fram í Leiknisheimilinu á morgun föstudag 4. september og hefst á slaginu klukkan 12:00! Miðinn verður seldur á 2.000 krónur.

Fyrstir koma, fyrstir fá!

Athugið að ársmiðahafar þurfa einnig að mæta til að sækja miða á leikinn.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*