Leiknir – Grindavík

Grindvíkingar mæta í heimsókn í Egilshöllinna á laugardaginn í þriðju umferð Lengjubikarsins.

Bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leiki sína í mótinu en Grindvíkingar unnu 3-0 sigur á Magna í seinasta leik meðan Leiknismenn gerðu jafntefli við Þórsara en var dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns í röðum Þórsara.

Grindvíkingar hafa farið rólega af stað í vetur eftir þjálfaraskipti og eru enn að sníða saman lið sitt rétt eins og Leiknismenn. Það verður því spennandi að sjá hversu langt þjálfarar liðana eru komnir í undirbúningi fyrir sumarið.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 í Egilshöllinni og hvetjum við fólk til að fjölmenna á völlinn.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*