Leiknir – Haukar

Leiknismenn mæta Haukum klukkan 14:00 á laugardaginn á Leiknisvelli í 21.umferð Inkasso-deildarinnar.

Haukamenn hafa ekki enn tryggt sæti sitt í Inkasso-deildinni og tapi þeir á morgun eru líkur á því að þeir verði í fallhættu í lokaumferðinni. Það þarf þó mikið að fara úrskeiðs en allt getur gerst í boltanum eins og við vitum.

Leiknismenn tryggðu sæti sitt í seinustu umferð með frábærum sigri á Þrótti á Leiknisvellinum. Okkar menn geta því keppt að því í seinustu leikjum sínum að fella Framara niður í neðri hluta deildarinnar en þeir eru í sæti ofar en Leiknismenn í 6.sæti deilarinnar á markatölu.

Leikar hefjasta klukkan 14:00, við hvetjum Leiknisfólk og aðra til að mæta tímanlega og fá sér borgara og hressingu í Ljónatjaldinu.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*