Leiknir – Haukar klukkan 18 á föstudag

19. umferð Inkasso-deildarinnar: LEIKNIR – HAUKAR, föstudaginn 30. ágúst klukkan 18:00.

Leiknissalurinn opinn frá klukkan 16. Gleðistund, kaldir drykkir og grillaðir borgarar.

Lokaspretturinn í Inkasso-deildinni. Okkar strákar eru í fjórða sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, það eru fjögur stig upp í annað sætið og fimm í toppinn. Hér má sjá stöðuna í deildinni.

Bjarki Aðalsteinsson og Ósvald Jarl Traustason verða ekki með Leikni á föstudag en þeir taka út leikbann.

Það má búast við erfiðum leik gegn Haukum sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en Luka Kostic tók við þjálfun liðsins á dögunum. Þessi lið áttust við í júní í Inkasso-deildinni á Ásvöllum þar sem Leiknir vann 2-1 útisigur. Sævar og Gyrðir með mörkin.

Áfram Leiknir!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*