Leiknir/KB með fullt hús stiga í seinni umferðinni

Um helgina fór fram seinni umferðinn í undankeppni Íslandsmótsins í Futsal. Keppni fór fram á heimavelli Leiknis/KB í Austurbergi.

Það má segja að það hafi verið sannkölluð Futsal-veisla í Austurbergi á laugardaginn þegar keppni fór fram í B-riðli fór fram. Fyrir umferðina voru okkar menn í 2.sæti riðilsins með 6 stig af 9 mögulegum en aðeins efsta liðið í hverjum riðli fær tryggt sæti í 8-liða úrslitum en þrjú lið af fimm komast áfram úr öðru sæt.

Okkar menn hófu leik gegn Snæfellingum sem voru efstir með fullt hús stiga. Leikurinn var stál í stál og var staðan 2-2 þegar langt var liðið af leik, þá vöknuðu okkar menn að vörum blundi og gerðu út um leikin á örskot stundu og lokatölur 7-2 og gríðarlega dýrmætur sigur komin í hús.

Bjarnarmenn voru næstu andstæðingar Leiknis/KB. Okkar menn sýndu þar mikla yfirvegun og reynslu og lönduðu 3-0 sigri. Seinasti leikur dagsins var gegn Haukum en með sigri í honum gátu okkar menn tryggt sér efsta sæti riðilins og sæti í 8-liða úrslitum. Aftur var það reynslan sem skóp 3-0 sigur okkar manna sem tryggðu sig áfram.

Frábært mót hjá okkar mönnum sem leika í 8-liða úrslitum eftir áramót.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*