Leiknir – Magni á laugardag | Biðin á enda

Fyrsta umferð Inkasso-deildarinnar. Strákarnir okkar hefja leik á heimavelli gegn vinum okkar í Magna frá Grenivík.

Laugardaginn 4. maí
14:00 Leiknisljónaupphitun í félagsheimilinu
16:00 LEIKNIR – MAGNI

Klukkan 14 hefst Leiknisljónaupphitun í félagsheimilinu sem er opin öllum stuðningsmönnum. Málin rædd, drykkir við allra hæfi, píla, Oscar formaður heilsar upp á fólk og Gísli Þorkels verður á barnum!

Aðalatriðið er svo leikurinn sjálfur gegn Magna. Í fyrra unnum við báða leikina gegn þeim. Heimaleikurinn endaði 3-1 þar sem Sólon Breki Leifsson skoraði tvö og Sævar Atli Magnússon eitt. Í útileiknum skoraði Ólafur Hrannar Kristjánsson eina mark leiksins.

Mynd: Fótbolti.net

Leikir Leiknis í Inkasso út júní:
4. maí: Leiknir – Magni
10. maí: Afturelding – Leiknir
17. maí: Leiknir – Njarðvík
24. maí: Grótta – Leiknir
31. maí: Leiknir – Víkingur Ó.
7. júní: Þróttur – Leiknir
15. júní: Leiknir – Þór
20. júní: Haukar – Leiknir
27. júní: Keflavík – Leiknir

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*