Leiknir-Magni á laugardaginn

Magnaðir Magnamenn mæta í heimsókn á Leiknisvöllinn á laugardaginn í fyrstu opinberu viðureign félagana í meistaraflokki.

Eftir góðan sigur gegn ÍR í 5.umferð voru Leiknismenn slegnir niður á jörðina í seinustu umferð þegar þeir töpuðu 2-1 fyrir HK-ingum í Kórnum. Leiknismenn léku heilt yfir vel í leiknum og létu topplið HK finna til tevatnsins en tókst ekki að halda í stigið.

Magnamenn voru einnig slegnir niður á jörðinna í seinustu umferð eftir góðan sigur þar á undan. Höggið var nokkuð fast en Magnamenn steinláu fyrir Þrótturum 4-1 á heimavelli.

Bæði lið sitja í neðsta hluta deildarinnar Leiknismenn í 10.sæti og Magnamenn á botni deildarinnar. Einhverjar myndu því kalla þetta sex stiga slag.

Leikar hefjast klukkan 16:00 á Leiknisvelli. Við hvetjum fólk hinsvegar til að mæta klukkan 14:00 og taka þátt í fjölskyldudeginum. Hoppukastlar, pulsur og gleði.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*