Leiknir með blakæfingar fyrir 6-13 ára

Frá og með laugardeginum 28. nóvember nk. munum við bjóða upp á blakæfingar fyrir börn á aldrinum 6-13 ára.

Við höfum síðustu vikur og mánuði undirbúið þetta í samstarfi við góða félaga í blakhreyfingunni á Íslandi og erum full tilhlökkunar varðandi framhaldið.

Æfingarnar verða í Fellaskóla!

Öllum börnum býðst að æfa frítt út árið 2020 og kynnast þannig þessari skemmtilegu íþrótt. Æfingar verða á eftirtöldum tímum:

Mánudagar 16:00-18:00

Fimmtudagar 15:00-16:00

Laugardagar 14:00-16:00

Æft verður í tveimur aldursflokkum til að byrja með: 6-9 ára og 10-13 ára.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*