LEIKNIR ÓSKAR EFTIR STUÐNINGI

Ljóst er að ástandið sem nú er í gangi mun hafa mikil áhrif á félagið fjárhagslega.

Leiknir leitar eftir stuðningi við félagið á óvissutímum og hefur ákveðið að fara þá leið að bjóða árskort strax til sölu.

Með því að tryggja sér árskort sem gildir á alla heimaleiki (11.000 krónur) er hægt að sýna félaginu stuðning en einnig er hægt að fá Gullkort (22.000 krónur) og fá þá tvo ískalda á hverjum leik.

Hægt er að panta árskort með því að senda tölvupóst á leiknir@leiknir.com

ÁFRAM LEIKNIR!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*