Sprækir Þórsarar koma í heimsókn á laugardaginn

Leiknismenn mæta Þórsurum á laugardaginn í lokaleik sínum í fyrri umferð Inkasso-deildarinnar.  Þórsarar eru í 4.sæti deildarinnnar með 20 stig og hafa eins og Leiknismenn sótt sex stig í tveimur seinustu leikjum sínum.

Þórsarar erfiðar við að etja kraftmiklir og skipulagðir varnarlega, Alvaro Montejo hefur síðan séð um að skora mörkin en hann hefur skorað átta mörk í sumar, hann ásamt landa sínum Ignacio Gil hafa verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. Suðræn sveifla í bland við kraft og baráttu úr Þorpinu.

Leiknismenn hafa leikið vel í tveimur seinustu leikjum en fá erfiða áskorun á morgun gegn Þórsurum. Við hvetjum fólk eindregið til að mæta á völlin og styðja okkar menn til sigurs. Leikar hefjast klukkan 16:00 á Leiknisvelli.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*