Leiknir-Þróttur

Eftir frábæran sigur á Selfossi í seinustu umferð snúa Leiknismenn aftur á Leiknisvöllinn í kvöld og mæta Þrótturum.

Þróttarar hafa verið á miklu seinni hluta tímabils og hafa unnið fjóra af seinustu fimm leikjum sínum. Framherjinn Viktor Jónsson fer þar fremstur í flokki en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 19 mörk. Emil Atlason er einnig snúin aftur í lið Þróttar og hafa hann og Viktor verið öðrum liðum í deildinni einstaklega erfiðir.

Leiknismenn unnu eins og áður segir frábæran sigur í seinustu umferð og geta með sigri nánast tryggt veru sína í Inkasso-deildinni á næsta ári. Leiknismenn hafa góðar minningar af leikjum sínum við Þróttara en þeir hafa ekki tapað deildarleik gegn Þrótturum síðan árið 2012. Fyrri leikur liðana á tímabilinu vekur einnig upp góðar minningar en Leiknismenn léku frábærlega í fyrri leiknum og unnu 2-0 sigur.

Leikar hefjast klukkan 17:30 á Leiknisvelli grillið verður á sínum stað og ljúfir tónar frá besta Vallar-DJ landsins Dj Þóri auk þess verður Ljónatjaldið formlega opnað.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*