Leiknir – Þróttur í Borgunarbikarnum á morgun

Leiknismenn mæta Þrótturum í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins á Leiknisvelli á morgun klukkan 19:15.

Leiknir og Þróttur hafa tvisar sinnum mæst í Bikarkeppni KSÍ. Fyrst árið 1986 en þá unnu Þróttarar stórsigur 5-1. Í seinni skiptið árið 2012 en þá unnu Þróttarar einnig sigur 2-1 í það skiptið. Leiknismenn ríða því ekki feitum hesti frá viðureignum sínum við Þrótt í bikarnum.

Til hughreystingar þá hefur Leiknismönnum gengið vel í síðustu viðureignum sínum Þrótt en Leiknismenn hafa unnið sjö seinustu mótsleiki við Þrótt með markatöluna 15-3 sér í vil.

Þessi tölfræði mun þó að öllum líkindum ekki hjálpa liðunum á morgun. En hver veit.

Leiknismenn komust í 16-liða úrslit í fyrra þar sem liðið laut í gras fyrir stórliði FH. En það er jafnframt besti árangur Leiknis í bikarnum.

Eins og alltaf hvetjum við Leiknisfólk til að fjölmenna á Leiknisvöll á morgun og styðja okkar menn til sigurs.
Áfram Leiknir !

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*