Leiknir – Þróttur klukkan 18 á föstudag

17. umferð Inkasso-deildarinnar: LEIKNIR – ÞRÓTTUR, föstudaginn 16. ágúst klukkan 18:00.

Leiknissalurinn opinn frá klukkan 16. Gleðistund, kaldir drykkir og grillaðir borgarar. Gísli Þorkelsson stendur vaktina á barnum með bros á vör.

Athygli vakin á leiktímanum. Sólin er farin að lækka á lofti og flautað verður til leiks klukkan 18.

Viðburðurinn á Facebook

Okkar menn hafa verið á virkilega flottu skriði og ekki tapað leik í rúman mánuð. Fyrri leikurinn gegn Þrótti tapaðist 3-0 og verður hann ekki frekar rifjaður upp hér!

Árni Elvar og Vuk verða í leikbanni á föstudaginn en það má svo fylgja að Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni.

Leikir Leiknis út tímabilið:
Föst 9. ágúst 19:15 Víkingur Ó. – Leiknir
Föst 16. ágúst 18:00 Leiknir – Þróttur
Lau 24. ágúst 16:00 Þór – Leiknir
Föst 30. ágúst 18:00 Leiknir – Haukar 
Fim 5. sept 17:30 Leiknir – Keflavík
Lau 14. sept 14:00 Fjölnir – Leiknir
Lau 21. sept 14:00 Leiknir – Fram

Smelltu hér til að skoða stöðuna í deildinni

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*