Leiknir – Víkingur Ólafsvík

Leiknismenn mæta Víkingum frá Ólafsvík í kvöld á Leiknisvellinum í 18.umferð Inkasso-deildarinnar.

Okkar menn unnu sterkan sigur á Magnamönnum á Grenivík í seinustu umferð meðan Víkingar lutu í lægra haldi fyrir Þrótturum í háspennu leik.

Leiknismenn hafa harma að hefna í kvöld en Víkingar unnu 3-0 þegar liðin mættust í fyrri umferðinni í Ólafsvík. Víkingar voru þar sterkari aðlin en hlutirnir hefðu þó getað fallið betur með okkur mönnum en mark var meðal annars dæmt af okkar mönnum.

Leikurinn í kvöld er mikilvægur fyrir bæði lið. Víkingar þurfa á sigri að halda til að missi ekki toppliðin og Pepsi-draumin frá sér meðan Leiknismenn geta fjarlægst botnin enn frekar og jafnað Fram að stigum í 6.sæti deildarinnar.

Leikar hefjast klukkan 18:00 í kvöld borgarnir verða að sjálfsögðu á grillinu og Dj Þórir mun peppa mannskapin með sínum besta lagalista.

Sjáumst í kvöld, Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*