Leiknisfólk Íslands og bikarmeistarar

Leiknisfólk var sigursælt í Mjólkurbikarnum í ár en Fjolla Shala varð bikarmeistari með meistaraflokki Breiðabliks og þeir Hilmar Árni Halldórsson og Óttar Bjarni Guðmundsson urðu bikarmeistarar með Stjörnunni á laugardaginn.

Fjolla varð síðan á mánudaginn Íslandsmeistari þegar Breiðablik tryggði sér sigur í Pepsi-deild kvenna með sigri á Selfoss. Ekki er ólíklegt að Leiknismenn eigi Íslandsmeistari í röðum karla en talsvarðar líkur eru á því Sindri Björnsson verði Íslandsmeistari með Val á næstunni eða þeir Óttar og Hilmar í Stjörnunni.

Óskum okkar fólki innilega til hamingju með titlinna og óskum þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.
Áfram Leiknir!

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*