Leiknismaður í U15 landsliði Íslands

Andi Morina leikmaður 2. og 3.flokks Leiknis hefur verið valin í U15 ára landsliðshóp Íslands.

Hópurinn kemur saman 4.mars og æfir saman til 10.mars ásamt því að spila tvo leiki við Sviss 8. og 10.mars.

Fyrir þá sem ekki kannast við Andi þá er hann snaggaralegur sóknarmaður með gott auga fyrir mörkum og spili. Andi hefur leikið vel með 3.flokki í vetur ásamt því hefur hann æft og leikið með 2.flokki Leiknis.

Andi er vel af þessu vali komin og óskum við honum góðs gengis á æfingunum og í leikjunm gegn Sviss.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*