Leiknismenn áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins

Leiknismenn mættu Þrótturum í gær í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins á Leiknisvelli.

Leiknismenn telfdu fram breyttu liði frá tapinu gegn HK á föstudaginn. Árni Elvar, Sævar Atli, Skúli Sigurz og Kristján Páll komu inn fyrir þá Ísak Atla, Elvar Pál, Ingvar Ásbjörn og Daða Bærings.

Leiknismenn byrjuðu leikin vel og fengu dauðafæri í upphafi leiks eftir að Sævar Atli Magnússon hafði spænd upp völlinn og gefið fyrir á Kristján Pál sem skaut yfir.

Leiknismenn voru sterkari aðilin í fyrri hálfleik og fengu hættulegri færi en Þróttarar. Kolbeinn Kárason átti skalla í stöng og oft var darraðardans í teig Þróttara eftir föst leikatriði Leiknismanna.

Föst leikatriði voru í aðalhlutverki í seinni hálfleik. Skúli Sigurz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Leikni þegar hann skallaði aukaspyrnu Tómas Óla í netið af markteig og kom Leikni í 1-0. Tíu mínútum síðar varð síðan Halldór Kristin fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir aukaspyrnu Þróttarara og staðan því orðin jöfn. *

Þróttarar voru sterkari aðilinn eftir mark sitt en náðu lítið að nýta sér það til marks. Á áttugustu og sjöttu mínútu fengu Leiknismenn hornspyrnu. Ragnar Leósson sendi fyrir markið beint á kollinn á Kolbeini Kárasyni sem skoraði. Markið reyndist sigurmark leiksins.

Leiknismenn verða því í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í 16-liða úrslit.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*