Leiknismenn í landsliðsúrtökum U16 og U18

Um helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U16 og U18 ára landsliðum Íslands.

Leiknismenn eiga tvo fulltrúa í hópunum þá Marko Zivkovic og Vuk Oskar Dimitrijevic. Marko er fæddur árið 2002 og hefur verið lykilmaður í 3.flokks liði Leiknis á þessu tímabili einnig hefur hann leikið fjölmarga leiki með 2.flokki Leiknis bæði í sumar og vetur.

Vuk Oskar fæddur árið 2001 hefur verið lykilleikmaður hjá 2.flokki síðastliðin tvö tímabili auk þess að leika og æfa með meistaraflokki Leiknis, en hann hefur komið sex sinnum við sögu í Inkasso-deildinni í sumar.

Svo sannarlega flottir fulltrúar félagsins en við óskum þeim til hamingju og óskum þeim góðs gengis á æfingunum.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*