Leiknum á mánudag FRESTAÐ

Leikur okkar manna við Leikni Fáskrúðsfirði sem átti að vera í Lengjudeildinni á mánudag hefur verið frestað í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19.

Af vef KSÍ:
Stjórn KSÍ fundaði í dag, fimmtudaginn 30. júlí, um hertar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 sem taka gildi á hádegi föstudaginn 31. júlí. Samþykkt var að leikir (fimmtudags)kvöldsins fari fram samkvæmt leikjadagskrá, en að leikið verði án áhorfenda.  Þeir fulltrúar fjölmiðla sem starfa við leiki kvöldsins hafa hefðbundinn aðgang að leikjunum.

Jafnframt samþykkti stjórnin að „fresta leikjum í meistara- og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. Fyrir 5. ágúst verði staðan endurmetin í samráði við heilbrigðisyfirvöld.“

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*