Mánudagur í Mosó – Leikjadagskráin framundan

Á mánudaginn, 27. júlí, er næsti leikur Leiknis. Flautað verður til leiks klukkan 19:15 í Mosfellsbænum og leikið gegn skemmtilegu liði Aftureldingar.

Mosfellingar hafa verið að spila flottan bolta undir stjórn Magnúsar Más Einarssonar, fyrrum leikmanns Leiknis.

Afturelding er án ósigurs í fjórum síðustu leikjum (þrír sigrar og eitt jafntefli) en við Leiknismenn komumst í toppsætið eftir sigurinn gegn Ólafsvík.

Hér má sjá hvaða leikir eru eftir hjá okkar strákum í fyrri umferð mótsins en með því að smella hér má skoða leikjadagskrána í heild af vefsíðu KSÍ.

Mánudagur 27. júlí – Fagverksvöllurinn Varmá
19:15 Aftutrelding – Leiknir

Mánudagur 3. ágúst – Domusnovavöllurinn
19:15 Leiknir – Fáskrúðsfjörður

Laugardagur 8. ágúst – Grindavíkurvöllur
14:00 Grindavik – Leiknir

Laugardagur 15. ágúst – Domusnovavöllurinn
16:00 Leiknir – Þór

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*