Með allt á hreinu í Ólafsvík

Víkingur Ó. 1 – 3 Leiknir R.
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic (’45)
0-2 Sævar Atli Magnússon (’66)
0-3 Vuk Oskar Dimitrijevic (’72)
1-3 Emmanuel Eli Keke (’81)

Laugardaginn 3. október fór Leiknisliðið til Ólafsvíkur og sótti þangað þrjú stig. Vuk var í stuði og skoraði tvívegis í leiknum. Það var flottur hópur Leiknisljóna sem mætti á leikinn og lét vel í sér heyra.

Vuk var að sjálfsögðu í úrvalsliði umferðarinnar sem opinberað var í vikunni en alls hefur hann verið valinn átta sinnum. Þá var varnarmaðurinn Gyrðir Hrafn Guðbrandsson valinn í fimmta sinn en hann hefur án nokkurs vafa verið einn besti varnarmaður Lengjudeildarinnar.

Einnig verður að minnast á Viktor Frey Sigurðsson, markvörðinn okkar unga. Hann spilaði sinn fyrsta Íslandsmótsleik fyrir Leikni og stóð sig virkilega vel. Guy Smit var staddur í Hollandi af persónulegum ástæðum.

Það á eftir að leika tvær umferðir í Lengjudeildinni. Við erum enn í öðru sæti en keppinautar okkar hafa einnig verið á sigurbraut og spennan mikil. Hér má sjá stöðuna í deildinni en óvíst er hvenær hægt verður að leika lokaumferðirnar.

Hér eru tenglar á hitt og þetta eftir þennan sigur í Ólafsvík:

Skýrsla leiksins á Fótbolta.net

Viðtal við Sigga Höskulds eftir leik

Myndaveisla Hauks Gunnarssonar

Leiknisljónin: Hvað nú?

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*