Minningarleikur Hlyns Þórs á miðvikudaginn 19:00 Egilshöll

Leiknismenn og ÍR hafa um árabil leikið æfingaleik til minningar um Hlyn Þór Sigurðsson ÍR-ing sem var bráðkvaddur þann 25.nóvember 2009 á æfingu hjá ÍR.

Hlynur Þór var efnilegur knattspyrnumaður og öflugur félagsmaður innan ÍR og þjálfaði hann einnig yngri flokka hjá félaginu.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 á miðvikudaginn 12.desember í Egilshöll og er frítt inn en fólki er frjálst að gefa framlög í minningarsjóð Hlyns á staðnum.

 

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*