Minningarsjóður

Minningarsjóður Gunnars Haukssonar er til minningar um Gunnar Hauksson. Gunnar var um árabil einn af helstu stuðningsmönnum félagsins ásamt því að taka virkan þátt í starfinu. Hann dæmdi meðal annars fjölmarga leiki, veitti Leiknisvelli forstöðu um sinn og var óþreytandi í að hvetja áfram Leiknisliðið á jákvæðan hátt.  Sjóðurinn styrkir ýmis málefni tengd Íþróttafélaginu Leikni og kemur að starfi félagsins á marvíslegan hátt.

Meðal verkefna sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum eru drengir efniminni foreldra á mót yngri flokka bæði hérlendis og erlendis , grill á leiknissvæðið og ýmis búnaður. Hægt er að sækja um styrk með því að senda mail á leiknir@leiknir.com