Nacho leikmaður umferðarinnar

Spænski miðvörðurinn okkar hann Nacho Heras var valinn leikmaður 5. umferðar í Inkasso-deildinni

„Ég er mjög ánægður hjá Leikni, með félagið og liðsfélagana og einnig hvernig tímabilið hefur verið hingað til. Við vorum óheppnir gegn Aftureldingu og gegn Njarðvík, en við erum að standa okkur vel.” sagði Nacho í viðtali við Fótbolta.net í tilefni af kjörinu.

Hér má lesa viðtalið í heild sinni

Nacho átti virkilega flottan leik í 2-0 sigrinum gegn Víkingi Ólafsvík í fimmtu umferðinni og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Leiknis í gegnum kosningu á Twitter.

Hlaut hann gjafabréf frá Manhattan hárgreiðslustofu.

Næsti leikur Leiknis er gegn Þrótti í Laugardalnum á föstudagskvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*