Næsti leikur í Mosfellsbæ á föstudag

2. umferð Inkasso-deildarinnar hefst á föstudaginn en Leiknir á leik gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Eftir góðan sigur gegn Magna er komið að því að mæta öðrum af nýliðum deildarinnar en Afturelding beið lægri hlut gegn Þór á Akureyri í fyrstu umferðinni.

Leikurinn verður á föstudag klukkan 19:15 á Varmárvelli í Mosfellsbæ.

Mosfellingar stefna á að vígja nýja stúku í leiknum en í þessum skrifuðu orðum er verið að vinna hörðum höndum að því að gera hana klára.

Í liði Aftureldingar má finna markvörðinn Trausta Sigurbjörnsson sem við Leiknismenn þekkjum vel og aðstoðarþjálfari liðsins er annar fyrrum leikmaður Leiknis, Magnús Már Einarsson.

Sjáumst í Mosfellsbæ!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*