Njarðvík – Leiknir 19:15!

Eftir tvo heimaleiki í röð fara Leiknismenn aftur út á þjóðvegin og skella sér á Reykjanesið þar sem Njarðvíkingar bíða þeirra.

Njarðvíkingar sitja í 10.sæti deildarinnar með 10 stig. Þeir byrjuðu mótið af miklum krafti og unnu meðal annars Leiknismenn 3-2 á útivelli, síðan þá hefur hægst á Njarðvíkingum en þeir hafa ekki sótt sigur síðan í 7.umferð. Njarðvíkurliðið er þó ekkert lamb að leika sér við en þeir eru vel skipulagðir og baráttuglaðir.

Leiknismenn hafa fylgt sigrunum sínum tveimur gegn Þrótti og Haukum í 9. og 10.umferð eftir með tapi og jafntefli gegn Þórsurum og Skagamönnum en þar tókst þeim ekki að koma boltanum inn fyrir línuna. Okkar menn þurfa því að gera betur í kvöld á sóknarhelmingunum en þeir hafa einungis fengið á sig eitt mark í seinustu fjórum leikjum.

Aðeins fjögur stig skilja liðin að í töflunni og er því leikurinn kvöld afar mikilvægur fyrir Leiknismenn en með tapi geta þeir sogast niður í fallbaráttuna.

Viljum við hvetja Leiknismenn nær og fjær að fjölmenna á Njarðtaksvöllinn og styðja strákana okkar áfram í þessum mikilvæga leik.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*