Okkar menn verðlaunaðir

Vefsíðan Fótbolti.net opinberaði lið ársins í Lengjudeildinni en þjálfarar og fyrirliðar sáum valið.

Leiknir á fjóra fulltrúa í liði ársins; hollenska markvörðinn Guy Smit sem kom hrikalega öflugur inn í liðið, Bjarka Aðalsteinsson sem var eins og klettur í vörninni, fyrirliðann Sævar Atla Magnússon sem var gríðarlega skæður í sóknarleiknum og svo Vuk Oskar Dimitrijevic sem valinn var efnilegastur í deildinni.

Vuk er uppalinn Breiðhyltingur en fyrir tímabilið var hann seldur í FH og svo lánaður aftur á heimaslóðirnar. Vonandi mun Vuk blómstra í búningi FH á næsta tímabili.

Á varamennabekknum í liði ársins má svo finna annan Leiknismann en það er varnarmaðurinn Gyrðir Hrafn Guðbrandsson sem átti frábært tímabil.

Svo má ekki gleyma því að Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var valinn þjálfari ársins. Sigurður hefur gert framúrskarandi hluti við stjórnvölinn og er án nokkurs vafa einn mest spennandi ungi þjálfari landsins.

Smelltu hér til að sjá lið ársins og allt um kosninguna

Við óskum okkar mönnum til hamingju með þessi verðskulduðu verðlaun!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*