Ólafsvíkurför á föstudag

Við Leiknismenn erum með í pakkanum við topp Inkasso-deildarinnar og verðum það vonandi áfram! Það eru sjö umferðir eftir en næsti leikur er gegn Víkingi Ólafsvík á föstudagskvöld.

Er eitthvað hressara en að hóa vini og vandamenn saman í bíla og taka bíltúr vestur? Það held ég ekki.

Leikurinn verður klukkan 19:15.

Víkingur Ólafsvík og Leiknir hafa marga hildi háð í gegnum árin, í hinum ýmsu deildum! Í 27 viðureignum hefur Leiknir unnið 6 leiki, 11 leikir hafa endað með jafntefli og Víkingur Ólafsvík hefur unnið 10 leiki.

Þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni á þessu tímabili átti Leiknisliðið hörkuframmistöðu. Úrslitin urðu 2-0 en nánar má lesa um þann leik með því að smella hérna.

Leikir Leiknis út tímabilið:
Föst 9. ágúst 19:15 Víkingur Ó. – Leiknir
Föst 16. ágúst 18:00 Leiknir – Þróttur
Lau 24. ágúst 16:00 Þór – Leiknir
Föst 30. ágúst 18:00 Leiknir – Haukar 
Fim 5. sept 17:30 Leiknir – Keflavík
Lau 14. sept 14:00 Fjölnir – Leiknir
Lau 21. sept 14:00 Leiknir – Fram

Smelltu hér til að sjá stöðuna í deildinni

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*