Óli Hrannar genginn í raðir Þróttar

Eftir 21 ár í röðum Leiknis er Ólafur Hrannar Kristjánsson genginn í raðir Þróttar.

Ólafur Hrannar lék 168 deildar og bikarleiki fyrir Leikni og skoraði í þeim 46 mörk. Hann var fyrirliði Leiknis frá árinu 2013 til ársins 2016 og er hann sigursælasti fyrirliði í sögu Leiknis en meðan hann bar fyrirliðabandið vann Leiknir tvo Reykjavíkurmeistaratitla og 1. deildartitilinn.

Óli Hrannar lék einnig 24 leiki fyrir Knattspyrnufélag Breiðholts og skoraði í þeim 25 mörk. Hann er því einn mesti markaskorari í sögu Breiðholtsins.

Við þökkum Óla fyrir allt sem hann hefur gefið Leikni á árum sínum hjá félaginu og óskum honum jafnframt góðs gengis í Þrótti.

Hann er einstakur karakter og verður hans vafalaust saknað af Leiknisfólki öllu.

“A big mistake, a big mistake. Birtist eins og elding þegar vörnin er veik, við syngjum Óli, Óli Hrannar!”

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*