Óli Hrannar kominn heim

Breiðhyltingurinn Ólafur Hrannar Kristjánsson er genginn aftur í raðir Leiknis frá Þrótti en hann skrifar undir samning út tímabilið.

Óla ættu flestir að kannast við en hann er einn marka og leikjahæsti leikmaður í sögu Leiknis auk þess var hann fyrirliði liðsins á árunum 2013-2018.

Ólafur Hrannar hefur skorað yfir 37 mörk fyrir Leiknismenn í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins.

Við bjóðum Óla Hrannar innilega velkominn aftur heim á Leiknisvöll og við óskum honum góðs gengis í Leiknistreyjunni.

“A big mistake, A big mistake

birtist eins og elding þegar vörnin er veik, 

syngjum Óli, Óli Hrannar”

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*