Olís og Leiknir

Síðastliðinn þriðjudag undirrituðu Olís og Leiknir Reykjavík áframhaldandi samning þess eðlis að Olís mun vera einn af aðal styrktaraðilum Leiknis 2019. Olís hefur verið dyggur stuðningsaðili félagsins undanfarin ár. Samstarfssamningurinn mun enn fremur  fela í sér að Olís muni styðja við uppbyggingarstarf félagsins og gera félaginu kleift að bjóða áfram upp á lægstu æfingagjöldin í Reykjavík fyrir iðkendur félagsins.

Gunnar Eiríksson markaðsfulltrúi Olís var kátur með samstarfið „ Það er okkur mikil ánægja að framlengja samstarfinu við Leikni og halda áfram að styðja við frábært uppbyggingarstarf sem á sér stað í Efra-Breiðholti

Við Leiknismenn fögnum þessum samningi og hvetjum við að sjálfsögðu alla félagsmenn til að versla við Olís. Hægt verður að nálgast sérstaka Olís bensín lykla þar sem Leiknisfólk fær 8 kr í afslátt auk 2 kr afslátt af sinni stöð. Með því að nota þessa olís lykla ertu um leið að styrkja félagið.

Svona Sækiru um

Þú getur sótt um lykilinn með því að smella hér: https://www.ob.is/lykill/umsokn/

Gættu þess að skrifa “Leiknir” í reitinn þar sem stendur “Hópur”. Við sendum þér svo lykilinn heim í pósti, þér að kostnaðarlausu. Ef þú ert nú þegar með lykilinn er nóg að senda tölvupóst á kort@ob.is með nafni og kennitölu ásamt hópaorðinu og við uppfærum kjörin

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*