Opnunarleikurinn og Þjóðhátíðarleikurinn

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum 1. deildar karla  í sumar. Félögin geta enn gert athugasemdir svo ljóst er að eitthvað mun breytast.

Leiknir mun leika opnunarleik deildarinnar, útileik gegn Þrótti í Laugardalnum föstudagskvöldið 1. maí. Aðrir leikir fyrstu umferðar verða svo daginn eftir.

Fyrsti heimaleikurinn, á Domusnova-vellinum, verður svo laugardaginn 9. maí þegar nýliðar Vestra koma í heimsókn. Það verður ekki leiðinlegt að taka á móti þeim.

Í lokaumferðinni verður leikið gegn Þór á útivelli.

Þá er ljóst hvar Leiknisfólk verður um verslunarmannahelgina, Leiknir leikur gegn ÍBV á Hásteinsvelli á laugardeginum á Þjóðhátíð.

Skemmtilegt sumar framundan! Smelltu hér til að sjá niðurröðunina af vef KSÍ.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*