Oscar nýr formaður Leiknis

Oscar Clausen var kjörinn nýr formaður íþróttafélagsins Leiknis á aðalfundi félagsins þann 4. apríl síðastliðinn.

Oscar er Leiknismaður í húð og hár og hefur lengi verið viðriðinn félagið, meðal annars er hann fyrrum formaður meistaraflokksráðs þess.

Guðmundur Ólafur Birgisson ákvað að hætta sem formaður en hann mun að sjálfsögðu vera áfram til taks ef félagið þarf á að halda og verður áfram fastagestur í félagsheimilinu.

Þá er Davíð Kristjón Jónsson hættur í stjórn. Guðmundi og Davíð er þakkað fyrir þeirra góða framlag til félagsins.

Elvar Geir Magnússon kemur inn í stjórnina og Þórir Þórisson (DJ Þórir) kemur inn sem varamaður í stjórn.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*