Ósi og Bjarki og framlengja

Jólagleðitíðindi úr Breiðholti! Tveir gegnheilir Leiknismenn og lykilmenn í hópnum, Ósi og Bjarki, búnir að framlengja!

Bakvörðurinn Ósvald Jarl Traustason skrifar undir samning út 2023. Ósi, sem er 25 ára, spilaði sitt fyrsta tímabil með Leikni 2013 þegar hann kom á láni frá Breiðabliki átján ára gamall. Hann mætti svo aftur til félagsins fyrir tímabilið 2017.

Miðvörðurinn Bjarki Aðalsteinsson er 29 ára og hefur spilað stórt hlutverk í Leiknisliðinu síðan 2017. Bjarki skrifar undir út 2022.

„Ósi og Bjarki hafa passað ótrúlega vel inn í Leikni og þeim líður gríðarlega vel hjá félaginu. Ástin er svo sannarlega gagnkvæm. Það var algjört forgangsatriði að tryggja það að þeir yrðu með okkur í Pepsi Max-deildinni,” segir Oscar Clausen, formaður Leiknis.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*