Ósi skrifar undir

Bakvörðurinn knái Ósvald Jarl Traustason skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Leikni. Ósi er því samningsbundinn Leikni til ársins 2020.

Ósvald Jarl spilaði sinn fyrsta leik fyrir Leikni árið 2013 þegar hann kom á láni frá Breiðablik og spilaði hann 8 leiki í deildinni það árið. Hann sneri síðan aftur árið 2017 og hefur hann nú leikið 47 leiki fyrir Leikni í deild og bikar.

Við óskum Ósa og Leiknismönnum öllum til hamingju með nýja samninginn en ásamt því að vera toppleikmaður er Ósi líka toppmaður.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*