Össi nýr þjálfari U19

Örn Þór Karlsson er tekinn við þjálfun U19 liðs karla (2. flokki) hjá Leikni.

Örn Þór þekkja allir Leiknismenn og hefur hann getið sér gott orð við þjálfun yngri flokka félagsins, svo um er talað og eftir því tekið.

Æfingar liðsins eru farnar á fulla ferð og spennandi sumar framundan.

Auk þess að þjálfa 2. flokk þá er Örn einnig með 4. flokk karla. Efnilegir leikmenn félagsins verða því í góðum og öruggum höndum.

Leon Pétursson stýrði U19 liðinu í fyrra og er honum þakkað fyrir árið í Breiðholtinu og óskað alls hins besta.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*