Ósvald Jarl til Leiknis

Ósvald Jarl Traustason er gengin í raðir íþróttafélagsins Leiknis frá uppeldisfélagi sínu Breiðablik. Ósvald hefur áður leikið í búningi félagsins og þekkir því vel til.

Ósvald verður 22 ára á þessu ári og er vinstri bakvörður. Hann hefur leikið 53 leiki í meistaraflokki þar af 15 í Pepsídeildinni. Pilturinn á einnig 13 landsleiki með U19 og U17 ára liði Íslands.

Fyrstu meistaraflokksleikir Ósvalds komu í Leiknisbúningnum árið 2013 þegar hann spilaði 8 leiki í 1.deild með okkur. Hann hefur síðan leikið með Fram og Gróttu.

Ósvald er boðin hjartanlega velkomin í Leikni !

Áfram Leiknir !

Höfundur:

Yfir-þjálfari

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*