Patti setur stefnuna á Ólympíuleikana

Patrekur Andrés Axelsson eða Patti eins og hann er jafnan kallaður er einn mesti Leiknismaður sem þú finnur en hann lék með Leikni upp alla yngri flokka.

Eftir að Patti kláraði 2.flokk hjá Leikni þurfti hann að hætta knattspyrnuiðkun vegna augnsjúkdóms sem hann greindist með en sjúkdómurinn olli því að sjón Patta fór úr 100% niður í 5%.

Patti hefur þó ekki lagt árar í bát enda aldrei verið þekktur fyrir það og hefur snúið sér að frjálsum íþróttum í stað knattspyrnu.

Á þeim stutta tíma sem Patti hefur stundað frjálsar íþróttir hefur hann náð frábærum árangri og meðal annars slegið fjölmörg Íslandsmet.

Þessi góði árangur hefur þó ekki mettað hann Patta og hann stefnir ótrauður áfram, alla leið á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020.

Kári Jónsson þjálfari Patta sagði í viðtali við Rúv  að Patti þyrfti að bæta sig um tæpar 2 sekúndur til að geta komist í hóp átta bestu spretthlaupara heims fyrir næstu Ólympíuleika.

Við þekkjum Patta vitum að það er fátt sem stoppar hann og höfum við fulla trú á því að hann nái þessu markmiði sínu.

Við Leiknismenn getum nú þegar verið mjög stolt af Patta og hans undraverða árangri og við vonum svo sannarlega að hann nái alla leið inn á Ólympíuleikana
 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*