Reykjavíkurmótinu lauk með tapi gegn Val

Einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap varð niðurstaðan hjá Leikni í Reykjavíkurmótinu.

Leiknir tapaði fyrir Val 0-3 í síðasta leik riðilsins og komst ekki í undanúrslit. Leikurinn fór fram 24. janúar. Leiknir byrjaði leikinn illa og fékk á sig fremur ódýr mörk.

Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Leiknisljóna um leikinn

Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í Reykjavíkurmótinu en meiðslalisti okkar hefur verið með lengsta móti. Menn fara þó að koma til baka núna þegar Lengjubikarinn hefst með leik gegn Breiðabliki föstudaginn 7. janúar.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*