Risadagur þann 21.apríl.

Leiknisvöllur mun iða af lífi frá morgni til kvölds laugardaginn 21.apríl

Dagurinn hefst klukkan 10:00. En þá er allt Leiknisfólk hvatt til að mæta út á völl og hjálpast að við að fegra svæðið okkar. Þarf að setja upp auglýsinga skilti, laga hitt og þetta og taka til í kringum húsið. Það væri vel þegið ef þeir sem eiga borvél gætu mætt með hana. Það flýtir fyrir uppsetningu á skiltunum.

Klukkan 14:00 byrjar Árgangamót Leiknis. Þar sem Leikniskempur ungar sem aldnar munu etja kappi.  Mótinu verður lokið klukkan 16:00. Nánari upplýsingar er að finna á facebook: Árgangamót Leiknis

Rúsínan í pylsuendanum er síðan stuðningsmannakvöld Leiknis sem hefst klukkan 19:00. Þar verða leikmenn meistaraflokks Leiknis kynntir til leiks, pub quiz-ið verður á sínum stað og að lokum mun okkar eigin Dj Þórir leika fyrir dansi fram á rauða nótt.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*