Róbert Quental skrifar undir út 2023

Hinn feykilega hæfileikaríki sóknarleikmaður Róbert Quental Árnason hefur krotað undir samning við Leikni út 2023.

Robbi er fæddur 2005, er í góðum höndum og á bjarta framtíð.

Hann er þegar farinn að láta til sín taka hjá meistaraflokknum og skoraði sigurmarkið gegn Fram í Reykjavíkurmótinu fyrr á þessu ári.

Áfram Robbi og áfram Leiknir!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*