Sævar Atli í byrjunarliði U19 gegn Tyrkjum

Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði íslenska U19 ára landsliðsins þegar liðið mætti Tyrkjum í fyrsta leik sínum í undanriðli fyrir EM.

Íslenska liðið spilaði leikkerfið 5-3-2 og lék Sævar í stöðu fremsta miðjumanns. Sævar var tekinn útaf á 57 mínútu leiksins en þá var staðan 1-0 fyrir Íslandi en lokatölur leiksins voru 2-1 Íslandi í vil.

Flottur sigur hjá liðinu sem leikur næst gegn Englendingum á laugardaginn í toppslag riðilsins en bæði lið eru með þrjú stig.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*