Sævar Atli í Ísrael

Sævar Atli Magnússon fór á dögunum með U17 ára landsliði Íslands til Ísrael þar sem liðið freistaði þess að komast í lokakeppni EM í Króatíu.

Ekki gekk sem skildi hjá liðinu en liðið tapaði öllum leikjum sínum í riðlinum og fara strákarnir því ekki lengra í mótinu að þessu sinni.

Sævar Atli byrjaði tvo af þremur leikjum Íslands og virðist hafa náð að heilla landsliðsþjálfarann en Sævar hefur ekki verið  fastur gestur í byrjunarliði liðsins en hefur þó oftast nær komið inn á af bekknum.

Við Leiknismenn getum verið sátt við okkar mann þó svo að árangur liðsins í heild sinni hefði mátt vera betri.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*