Sævar Atli leikmaður ársins

Á dögunum var opinberuð niðurstaða í kjöri stuðningsmanna á leikmanni ársins 2020 hjá Leikni.

Það var Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, sem bar þar sigur úr býtum og fékk hann í hendurnar bikarinn eftirsótta sem BB smíði gaf.

Leiknisljónin sáu um kosninguna að þessu sinni og stóðu einnig fyrir tveimur öðrum verðlaunum.

Daníel Finns Matthíasson fékk verðlaun fyrir mestu framfarir og Guy Smit var kjörinn nýliði ársins.

Til hamingju strákar! Hér að neðan má sjá rafrænt lokahófsmyndband frá Leiknisljónunum.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*